top of page

Um Sumartónleikana

Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju í 5 – 6 vikur á hverju sumri. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Á hverju sumri sækja á þriðja þúsund manns Sumartónleikana. 

Eitt helsta markmið Sumartónleika í Skálholti er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Margir af þekktustu tónlistarflytjendum þjóðarinnar hafa einnig komið að starfi Sumartónleikanna á starfsferli sínum, og fjölmargir virtir erlendir flytjendur hafa sótt Sumartónleika heim. Hátíðin hefur skapað sér sess sem mikilvæg tónlistarhátíð langt út fyrir landsteinana, sérstaklega hvað varðar flutning á tónlist 17. og 18. aldar. 

Eitt af markmiðum Sumartónleikanna er að vera vettvangur fyrir hljóðfæraleik á upprunaleg hljóðfæri og er Bachsveitin í Skálholti meðal hópa sem hafa skipað fastan sess í tónleikahaldi Sumartónleikanna.

AdobeStock_45951056.jpeg

Framkvæmda- og listræn stjórn

Benedikt Kristjánsson 

 

Benedikt Kristjánsson er fæddur árið 1987 á Húsavík.
Hann hóf söngnám 16 ára gamall við Söngskólann í Reykjavík hjá Sibylle Köll
og síðan Margréti Bóasdóttur. Samhliða námi söng hann í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
og Hamrahlíðakórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Benedikt lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2007 þar sem
Margrét Bóasdóttir var kennari hans.
Þar á eftir stundaði hann nám við "Hanns Eisler" tónlistarháskólann í Berlín.
Þar var aðalkennari hans Prof. Scot Weir. Hann útskrifaðist þaðan árið 2015.
Hann hefur sótt Masterklassa hjá Peter Schreier, Christu Ludwig, Elly Ameling, Robert Holl, Andreas Schmidt, Thomas Quasthoff og Helmut Deutsch.

Benedikt hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri Bach söngkeppni í Greifswald í júní 2011 og einnig verðlaun áheyrenda. Hann hlaut verðlaun áheyrenda í alþjóðlegu Bach keppninni í Leipzig sumarið 2012, fékk styrk úr Jean Pierre Jaquillat sjóðnum,
og var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist
á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Árið 2016 var hann valinn Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist
á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Árið 2019 fékk hann OPUS Klassik verðlaunin fyrir "nýstárlegustu tónleika ársíns".
Þar flutti hann Jóhannesarpassíu Bachs í óvenjulegri uppfærslu, ásamt sembal og orgelleikara, og slagverksleikara.
Það sama ár kom út fyrsta sólóplata hans, ,,Drang in die Ferne“, og á honum eru tvinnuð saman sönglög eftir Franz Schubert og íslensk þjóðlög sem sungin eru án undirleiks.
Platan fékk mikið lof gagnrýnanda í Þýskalandi og á Íslandi, og var líka tilnefnd sem plata ársins á ICMA, OPUS Klassik og á íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Árið 2020 fékk hann sín þriðju verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, sem söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist. Það ár flutti hann einnig ,,óvenjulegu" Jóhannesarpassíuna í tómri Thomasarkirkju í Leipzig við gröf Bachs á föstudaginn langa. Viðburðurinn var gríðarlega vinsæll og hundruð þúsundir fylgdust rafrænt með um heim allan. Einnig var viðburðinum streymt á MDR og ARTE Concert.

Hann er tíður gestur á virtum tónlistarhátíðum, eins og Bachfest Leipzig, Musikfest Stuttgart, Händelfestspiele Halle og Oude Muziek Festival Utrecht.   


 

Benedikt Langisandur.webp
angela.jpeg
Angela Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1988. Hún stundaði nám í Austurbæjarskóla samhliða listdansskóla Íslands. Eftir grunnskóla fór hún í listnám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti en hélt áfram að sérhæfa sig í listdansi samhliða myndlistarnáminu.  Aðal kennarar hennar í fjölbraut voru þau: Halldóra Gísladóttir og Ingiberg Magnússon. Hún útskrifaðist þaðan árið 2010. Meðfram framhaldsskólanámi tók Angela próf frá Listdansskóla Íslands í klassískum listdansi og fór erlendis í konunglega danska ballettskólann í Kaupmannahöfn.
Angela hóf nám í “Akademie für Malerei in Berlín” hjá Prof. Ute Wöllmann og stundaði einnig nám í bæði þýsku og þýskri menningarsögu innan deildar erlendra tungumála við “Freie universität in Berlin”. 
Árið 2019 hélt Angela samsýningar á málverkum sínum í Wiesbaden, Toulouse, Konstanz, Kaupmannahöfn og Luxembourg.

Samhliða kennslunni í Grundaskóla lauk Angela MT- gráðu frá Háskóla Íslands í listgreinakennslu.
Angela hefur sett upp „vinnustofur“ á listasöfnum í Reykjavík en þar má m.a. nefna vinnustofuna „Geometrískar Halloweenhallir“ sem sett var upp á vegum Háskólans við mikinn fögnuð í Gerðarsafni í Kópavogi.  Og vinnustofuna ,, Óður til Tómata“ sem hlaut einnig mikið lof og var sett upp í listgreinahúsi Háskólans í skipholtinu undir flaggi Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur.
Árið 2023, (milli 10.júní og 30. Júlí) setti Angela upp einkasýningu í Akranesvita.

Verkefnastjóri barnastarfs Sumartónleikanna

Angela Árnadóttir

Stjórn Sumartónleikana:

Guðrún Birgisdóttir (formaður)
Elín Gunnlaugsdóttir 
Margrét Bóasdóttir 

bottom of page