top of page

Staðartónskáld

Árið 1986 byrjaði sú hefð að hafa staðartónskáld að frumkvæði Helgu Ingólfsdóttur stofnanda Sumartónleika. Á hverju ári síðan þá hafa verið frumflutt ný verk á Sumartónleikum. 

 

Mörg af þessum verkum hafa skipað sér mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi sem og víðar. 

 

Hér að neðan má finna upplýsingar um staðartónskáld frá 1986 til dagsins í dag. 

Á Sumartónleikum hafa verið frumflutt hátt í 200 verk og á hverju sumri frá árinu 1986 hafa verið eitt eða fleiri staðartónskáld. 

1987 - Jón Nordal
1987 - Hjálmar H. Ragnarsson
1988 - Þorkell Sigurbjörnsson
1989 - Hjálmar H. Ragnarsson
1990 - Hafliði Hallgrímsson, Mist Þorkelsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson
1991 - John Speight og Karólína Eiríksdóttir
1992 - Oliver Kentish
1993 - Jón Nordal og Hafliði Hallgrímsson
1994 - Mist Þorkelsdóttir
1995 - Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal og Þorsteinn Hauksson
1996 - Jónas Tómasson og Hildigunnur Rúnarsdóttir
1997 - Oliver Kentish og Áskell Másson
1998 - Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Hafliði Hallgrímsson
1999 - Tryggvi M. Baldvinsson og Snorri S. Birgisson
2000 - Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Bára Grímsdóttir
2001 - Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir
2002 - Þorkell Sigurbjörnsson og Þórður Magnússon
2003 - Gunnar Reynir Sveinsson, Oliver Kentish, Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmundsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Þuríður Jónsdóttir
2004 - Jón Nordal, Hildigunnur Rúnarsdóttir, John Tavener og Elín Gunnlaugsdóttir
2005 - Anna S. Þorvaldsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Hugi Guðmundsson og Þóra Marteinsdóttir
2006 - Doinu Rotaru
2007 - Daníel Bjarnason
2008 - Sveinn Lúðvík Björnsson 
2009 - Þuríður Jónsdóttir
2010 - Sigurður Sævarsson
2011 - Þóra Marteinsdóttir
2012 - Hafdís Bjarnadóttir
2013 - Hreiðar Ingi Þorsteinsson
2014 - Páll Ragnar Pálsson
2015 - Finnur Karlsson og Stefán Arason
2016 - María Huld Markan Sigfúsdóttir 
2017 - María Huld Markan Sigfúsdóttir
2018 - Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir
2019 - Þuríður Jónsdóttir
2020 - Gunnar Karel Másson og Þóranna Björnsdóttir

2021 - Haukur Tómasson og Eygló Viborg Höskuldsdóttir
2022 - Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
2023 - Hjalti Nordal Gunnarsson
2024 - Bára Gísladóttir


 

bottom of page