top of page

Styrktu hátíðina

Stefna hátíðarinnar hefur frá upphafi verið sú sama, að fólk geti komið á Sumartónleika og notið tónlistar í Skálholti óháð fjárhag. Því er enginn aðgangseyrir að tónleikunum en tekið er á móti frjálsum framlögum. Á tónleikum er tekið á móti kortum og peningum. 

Einnig er hægt að leggja hátíðinni lið og má millifæra valda upphæð á reikning Sumartónleika í Skálholtskirkju í Arion banka, nr. 0311-26-006872 kt. 700485-0809.

​Bók Kolbeins Bjarnasonar, Helguleikur, um æfi Helgu Ingólfsdóttur og tilurð hátíðarinnar verður til sölu á tónleikum og rennur allur ágóði óskiptur til Sumartónleika.

Styrktaraðilar

Sumartónleikar í Skálholti þakka styrktaraðilum og velunnurum sínum:

Tónlistarsjóður
Tónskaldasjóður Ríkisútvarpsins
Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Minningarsjóður Helgu Ingólfsdóttur
Héraðssjóður Suðurprófastsdæmis
Skálholtsstaður
Mjólkursamsalan MS
Landsvirkjun

bottom of page