top of page

Staðartónskáld 2024 - Bára Gísladóttir

Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari búsett í Kaupmannahöfn. Hún lauk bakkalárprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Hróðmars I. Sigurbjörnssonar og Þuríðar Jónsdóttur. Í kjölfarið for hún í framhaldsnám til Mílanó við Verdi Akademíuna hjá Gabriele Manca. Þaðan hélt hún til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk meistaraprófi og sólistaprófi (E. Advanced Postgraduate Diploma) frá Konunglegu dönsku tónlistarakademíunni undir handleiðslu Jeppe Just Christensen og Niels Rosing-Schow.

Tónlist hennar hefur verið flutt af sveitum og sólistum á borð við Adapter, Athelas, Copenhagen Phil, Collectif Love Music, Distractfold, Duo Harpverk, Elektru, Elju, InterContemporain, Jack Adler-McKean, Marco Fusi, Mimitabu, New Babylon, Nordic Affect, recherche, Riot Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Solistenensemble Kaleidoskop, Staatsorchester Hannover, Strokkvartettinn Sigga, TAK, Útvarpshljómsveit Danmerkur, Útvarpshljómsveitinni í Frankfurt, Útvarpshljómsveit Póllands, Útvarpskór Danmerkur og WDR Sinfonieorchester. Verk hennar hafa verið valin á hátíðir á borð við Alþjóða tónskáldaþingið, Ars Electronica, MaerzMusik, Myrka músíkdaga, Darmstädter Ferienkurse, Festival Musica, Huddersfield Contemporary Music Festival, KLANG Festival, Norræna músíkdaga, SPOR Festival, TRANSIT Festival, Warsaw Autumn og Wittener Tage für neue Kammermusik. Árið 2024 hlaut Bára Ernst von Siemens Tónskáldaverðlaunin. Þá hefur hún hlotið Carl Nielsen hæfileikaverðlaunin, Gladsaxe tónlistarverðlaunin, Léonie Sonning hæfileikaverðlaunin og Tónlistarverðlaun Grapevine. Hún hefur hlotið tilnefningar til Carl Prisen, Íslensku tónlistarverðlaunanna, Kraumsverðlaunanna, Norrænu tónlistarverðlaunanna, Royal Philharmonic Society Awardsog Tónlistaraverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2021 hlaut Bára, ein þriggja tónsmiða/höfunda, þriggja ára starfsstyrk frá danska ríkinu til tónsmíðastarfa sinna.

Bára hefur gefið út fjölda plata, nú síðast SILVA (Sono Luminus/ESP disk). Bára leikur títt eigin tónlist en er einnig kontrabassaleikari í Kammersveitinni Elju. Þá hefur hún komið fram sem einleikari með fjölda sveita, m.a. Copenhagen Phil og Sinfóníuhljómsveit Íslands við flutning eigin kontrabassakonserts, Hringlu. Undanfarin ár hefur Bára fetað sig í átt að þverfaglegum uppsetningum þar sem hún hefur að mestu leyti unnið með þýska leikstjóranum og danshöfundinum Ben J. Riepe.

bára gísla.jpeg

Staðartónskáld fyrri ára

Árið 1986 byrjaði sú hefð að hafa staðartónskáld að frumkvæði Helgu Ingólfsdóttur stofnanda Sumartónleika. Á hverju ári síðan þá hafa verið frumflutt ný verk á Sumartónleikum. 

 

Mörg af þessum verkum hafa skipað sér mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi sem og víðar. 

 

Hér að neðan má finna upplýsingar um staðartónskáld frá 1986 til dagsins í dag. 

Á Sumartónleikum hafa verið frumflutt hátt í 200 verk og á hverju sumri frá árinu 1986 hafa verið eitt eða fleiri staðartónskáld. 

1987 - Jón Nordal
1987 - Hjálmar H. Ragnarsson
1988 - Þorkell Sigurbjörnsson
1989 - Hjálmar H. Ragnarsson
1990 - Hafliði Hallgrímsson, Mist Þorkelsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson
1991 - John Speight og Karólína Eiríksdóttir
1992 - Oliver Kentish
1993 - Jón Nordal og Hafliði Hallgrímsson
1994 - Mist Þorkelsdóttir
1995 - Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal og Þorsteinn Hauksson
1996 - Jónas Tómasson og Hildigunnur Rúnarsdóttir
1997 - Oliver Kentish og Áskell Másson
1998 - Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Hafliði Hallgrímsson
1999 - Tryggvi M. Baldvinsson og Snorri S. Birgisson
2000 - Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Bára Grímsdóttir
2001 - Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir
2002 - Þorkell Sigurbjörnsson og Þórður Magnússon
2003 - Gunnar Reynir Sveinsson, Oliver Kentish, Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmundsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Þuríður Jónsdóttir
2004 - Jón Nordal, Hildigunnur Rúnarsdóttir, John Tavener og Elín Gunnlaugsdóttir
2005 - Anna S. Þorvaldsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Hugi Guðmundsson og Þóra Marteinsdóttir
2006 - Doinu Rotaru
2007 - Daníel Bjarnason
2008 - Sveinn Lúðvík Björnsson 
2009 - Þuríður Jónsdóttir
2010 - Sigurður Sævarsson
2011 - Þóra Marteinsdóttir
2012 - Hafdís Bjarnadóttir
2013 - Hreiðar Ingi Þorsteinsson
2014 - Páll Ragnar Pálsson
2015 - Finnur Karlsson og Stefán Arason
2016 - María Huld Markan Sigfúsdóttir 
2017 - María Huld Markan Sigfúsdóttir
2018 - Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir
2019 - Þuríður Jónsdóttir
2020 - Gunnar Karel Másson og Þóranna Björnsdóttir

2021 - Haukur Tómasson og Eygló Viborg Höskuldsdóttir
2022 - Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
2023 - Hjalti Nordal Gunnarsson
2024 - Bára Gísladóttir


 

bottom of page