top of page

Staðartónskáld

Árið 1986 byrjaði sú hefð að hafa staðartónskáld að frumkvæði Helgu Ingólfsdóttur stofnanda Sumartónleika. Á hverju ári síðan þá hafa verið frumflutt ný verk á Sumartónleikum. 

 

Mörg af þessum verkum hafa skipað sér mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi sem og víðar. 

 

Hér að neðan má finna upplýsingar um staðartónskáldið Hróðmar en einnig er listi yfir staðartónskáld frá 1986 til dagsins í dag. 

Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson

Hróðmar I. Sigurbjörnsson lauk prófi í tónsmíðum frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984 þar sem tónsmíðakennarar hans voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Hann stundaði framhaldsnám í tónsmíðum hjá hollenska tónskáldinu Joep Straesser við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi þaðan sem hann lauk prófi 1988.

Frá haustinu 1988 hefur hann unnið sem tónskáld og kennari í tónsmíðum og tónfræðum. Hann gegnir nú stöðu dósents og fagstjóra í í tónsmíðum og tónfræðum við tónlistardeild LHÍ

 

Hróðmar hefur samið verk fyrir einleikshljóðfæri, ýmsar kammersamsetningar, kóra, hljómsveitarverk, konserta og óperur auk tónlistar fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.

 

Meðal nýjustu verka hans má nefna barnaóperuna Konan og selshamurinn (2019) við texta Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur. Nokkur almenn atriði um dauðann (2017) fyrir sópran, flautu, klarinett og gítar við ljóð Gyrðis Elíasonar, Fjórar þriggjagítarastúdíur (2015) fyrir Íslenska gítartríóið, Þrír og fimm (stundum fjórir) (2014) fyrir Nordic Affect og Rennur upp um nótt (2013) í níu þáttum fyrir tvo einsöngvara, kór, selló, hörpu og orgel við ljóð Ísaks Harðarsonar og úr Gamla testamentinu fyrir kór Breiðholtskirkju.

Skalholt_2022_Hrodmar.jpeg

Á Sumartónleikum hafa verið frumflutt hátt í 200 verk og á hverju sumri frá árinu 1986 hafa verið eitt eða fleiri staðartónskáld. 

1987 - Jón Nordal
1987 - Hjálmar H. Ragnarsson
1988 - Þorkell Sigurbjörnsson
1989 - Hjálmar H. Ragnarsson
1990 - Hafliði Hallgrímsson, Mist Þorkelsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson
1991 - John Speight og Karólína Eiríksdóttir
1992 - Oliver Kentish
1993 - Jón Nordal og Hafliði Hallgrímsson
1994 - Mist Þorkelsdóttir
1995 - Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal og Þorsteinn Hauksson
1996 - Jónas Tómasson og Hildigunnur Rúnarsdóttir
1997 - Oliver Kentish og Áskell Másson
1998 - Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Hafliði Hallgrímsson
1999 - Tryggvi M. Baldvinsson og Snorri S. Birgisson
2000 - Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Bára Grímsdóttir
2001 - Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir
2002 - Þorkell Sigurbjörnsson og Þórður Magnússon
2003 - Gunnar Reynir Sveinsson, Oliver Kentish, Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmundsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Þuríður Jónsdóttir
2004 - Jón Nordal, Hildigunnur Rúnarsdóttir, John Tavener og Elín Gunnlaugsdóttir
2005 - Anna S. Þorvaldsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Hugi Guðmundsson og Þóra Marteinsdóttir
2006 - Doinu Rotaru
2007 - Daníel Bjarnason
2008 - Sveinn Lúðvík Björnsson 
2009 - Þuríður Jónsdóttir
2010 - Sigurður Sævarsson
2011 - Þóra Marteinsdóttir
2012 - Hafdís Bjarnadóttir
2013 - Hreiðar Ingi Þorsteinsson
2014 - Páll Ragnar Pálsson
2015 - Finnur Karlsson og Stefán Arason
2016 - María Huld Markan Sigfúsdóttir 
2017 - María Huld Markan Sigfúsdóttir
2018 - Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir
2019 - Þuríður Jónsdóttir
2020 - Gunnar Karel Másson og Þóranna Björnsdóttir

2021 - Haukur Tómasson og Eygló Viborg Höskuldsdóttir

bottom of page