Staðartónskáld

Árið 1986 byrjaði sú hefð að hafa staðartónskáld að frumkvæði Helgu Ingólfsdóttur stofnanda Sumartónleika. Á hverju ári síðan þá hafa verið frumflutt ný verk á Sumartónleikum. 

 

Mörg af þessum verkum hafa skipað sér mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi sem og víðar. 

 

Hér að neðan má finna upplýsingar um staðartónskáldin Hauk og Eygló en einnig er listi yfir staðartónskáld frá 1986 til dagsins í dag. 

Haukur Tómasson

Haukur Tómasson er fæddur í Reykjavík árið 1960. Hann stundaði tónlistarnám í Reykjavík, Köln, Amsterdam og lauk mastersprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego. Meðal verka hans má nefna óperuna Fjórða söng Guðrúnar, 9 hljómsveitarverk, 8 einleikskonserta og ýmsa kammer- og kórtónlist. Tónlist hans einkennist oft af miklum rytmískum krafti og fjölbreytni í hljóðfærasamsetningum.

​Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar svo sem tvívegis verðlaun í tónverkasamkeppni RÚV, Bjartsýnisverðlaun Bröste 1996 og þrívegis Íslensku tónlistarverðlaunin. Haukur fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir óperuna Fjórði söngur Guðrúnar. Haukur hefur fengið pantanir frá Los Angeles Philharmonic, NDR Elbphilharmonie Orchester, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Haustinu í Varsjá, Orkester Norden, OperaNord, Listahátíð í Reykjavík, Kammersveit Reykjavíkur, sinfóníuhljómsveitinn í Stavanger, Caput og fleirum. 

haukur_edited.jpg

Eygló Höskuldsdóttir Viborg

​Eygló stundaði grunnnám í tónsmíðum við Berklee College of Music og lauk þaðan Bachelor gráðu árið 2017. Ári síðar hlaut hún Fulbright styrk til að hefa Meistaranám í tónsmíðum við New York Universitu og Julia Wolfe og Robert Honstein voru hennar aðalkennarar. Á vordögum 2019 var hún valin úr hópi umsækjenda til að taka þátt í Yrkju V, samvinnuverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveit Íslands, og tæpu ári síðar, á myrkum músíkdögum 2020, frumflutti sveitin verkið hennar „Lo and Behold“.

​Auk Íslands hafa verkin hennar verið flutt í Boston, New York og Tokyo. Eygló hefur einnig verið áberandi í kórastarfi og söng lengst af í Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili og söng meðal annars á Biophiliu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og fór í kjölfar útgáfunnar í tónleikaferðalag með henni.

Eygló-6.jpg

Á Sumartónleikum hafa verið frumflutt hátt í 200 verk og á hverju sumri frá árinu 1986 hafa verið eitt eða fleiri staðartónskáld. 

1987 - Jón Nordal
1987 - Hjálmar H. Ragnarsson
1988 - Þorkell Sigurbjörnsson
1989 - Hjálmar H. Ragnarsson
1990 - Hafliði Hallgrímsson, Mist Þorkelsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson
1991 - John Speight og Karólína Eiríksdóttir
1992 - Oliver Kentish
1993 - Jón Nordal og Hafliði Hallgrímsson
1994 - Mist Þorkelsdóttir
1995 - Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal og Þorsteinn Hauksson
1996 - Jónas Tómasson og Hildigunnur Rúnarsdóttir
1997 - Oliver Kentish og Áskell Másson
1998 - Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Hafliði Hallgrímsson
1999 - Tryggvi M. Baldvinsson og Snorri S. Birgisson
2000 - Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Bára Grímsdóttir
2001 - Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir
2002 - Þorkell Sigurbjörnsson og Þórður Magnússon
2003 - Gunnar Reynir Sveinsson, Oliver Kentish, Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmundsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Þuríður Jónsdóttir
2004 - Jón Nordal, Hildigunnur Rúnarsdóttir, John Tavener og Elín Gunnlaugsdóttir
2005 - Anna S. Þorvaldsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Hugi Guðmundsson og Þóra Marteinsdóttir
2006 - Doinu Rotaru
2007 - Daníel Bjarnason
2008 - Sveinn Lúðvík Björnsson 
2009 - Þuríður Jónsdóttir
2010 - Sigurður Sævarsson
2011 - Þóra Marteinsdóttir
2012 - Hafdís Bjarnadóttir
2013 - Hreiðar Ingi Þorsteinsson
2014 - Páll Ragnar Pálsson
2015 - Finnur Karlsson og Stefán Arason
2016 - María Huld Markan Sigfúsdóttir 
2017 - María Huld Markan Sigfúsdóttir
2018 - Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir
2019 - Þuríður Jónsdóttir
2020 - Gunnar Karel Másson og Þóranna Björnsdóttir

2021 - Haukur Tómasson og Eygló Viborg Höskuldsdóttir