Sumartónleikar í Skálholti
1.-10. júlí 2022
































STAÐARTÓNSKÁLD 2022
HRÓÐMAR INGI SIGURBJÖRNSSON
Við kynnum með stolti staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Það er okkur mikill heiður að fá Hróðmar aftur til liðs við okkur en hann var eitt staðartónskálda hátíðarinnar árið 2000. Hróðmar hefur skipað sér sess og verið kraftmikið afl í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugi. Það hefur hann gert bæði með tónverkum sínum sem og framlögum til kennslu. Hróðmar lauk prófi í tónsmíðum frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984 þar sem tónsmíðakennarar hans voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Hann stundaði framhaldsnám í tónsmíðum hjá hollenska tónskáldinu Joep Straesser við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi þaðan sem hann lauk prófi 1988. Síðan þá hefur hann unnið sem tónskáld og kennari í tónsmíðum og tónfræðum. Hann gegnir nú stöðu dósents og fagstjóra í í tónsmíðum og tónfræðum við tónlistardeild LHÍ.
Gömul og ný verk Hróðmars flétta hátíðina í ár saman þar sem ýmsir flytjendur munu spreyta sig á tónlist hans.


Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar / Click here to read more
30. JÚNÍ 20:00
UPPTAKTUR: LHÍ
1. JÚLÍ 20:00
TAFFELPIKENE:
ADA SÚ SEM SKAPAR

2. JÚLÍ 13:00
FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR: NÚ ANGAR OG SUÐAR Í SKÁLHOLTI
2. JÚLÍ 15:00
SIGURÐUR HALLDÓRSSON:
HLJÓMANDI
3. JÚLÍ 11:00
SÓLRÚN F. WECHNER SPILAR Í MESSU
3. JÚLÍ 14:00
ANNA KAISER, JOHANNES BERGER OG SÓLRÚN F. WECHNER: THE ART OF PLAYING
%20Kopie.jpg)