top of page
facebook mynd skálholt.png

STAÐARTÓNSKÁLD 2024

Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari búsett í Kaupmannahöfn. Hún lauk bakkalárprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Hróðmars I. Sigurbjörnssonar og Þuríðar Jónsdóttur. Í kjölfarið for hún í framhaldsnám til Mílanó við Verdi Akademíuna hjá Gabriele Manca. Þaðan hélt hún til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk meistaraprófi og sólistaprófi (E. Advanced Postgraduate Diploma) frá Konunglegu dönsku tónlistarakademíunni undir handleiðslu Jeppe Just Christensen og Niels Rosing-Schow.

Tónlist hennar hefur verið flutt af sveitum og sólistum á borð við Adapter, Athelas, Copenhagen Phil, Collectif Love Music, Distractfold, Duo Harpverk, Elektru, Elju, InterContemporain, Jack Adler-McKean, Marco Fusi, Mimitabu, New Babylon, Nordic Affect, recherche, Riot Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Solistenensemble Kaleidoskop, Staatsorchester Hannover, Strokkvartettinn Sigga, TAK, Útvarpshljómsveit Danmerkur, Útvarpshljómsveitinni í Frankfurt, Útvarpshljómsveit Póllands, Útvarpskór Danmerkur og WDR Sinfonieorchester. Verk hennar hafa verið valin á hátíðir á borð við Alþjóða tónskáldaþingið, Ars Electronica, MaerzMusik, Myrka músíkdaga, Darmstädter Ferienkurse, Festival Musica, Huddersfield Contemporary Music Festival, KLANG Festival, Norræna músíkdaga, SPOR Festival, TRANSIT Festival, Warsaw Autumn og Wittener Tage für neue Kammermusik. Árið 2024 hlaut Bára Ernst von Siemens Tónskáldaverðlaunin. Þá hefur hún hlotið Carl Nielsen hæfileikaverðlaunin, Gladsaxe tónlistarverðlaunin, Léonie Sonning hæfileikaverðlaunin og Tónlistarverðlaun Grapevine. Hún hefur hlotið tilnefningar til Carl Prisen, Íslensku tónlistarverðlaunanna, Kraumsverðlaunanna, Norrænu tónlistarverðlaunanna, Royal Philharmonic Society Awardsog Tónlistaraverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2021 hlaut Bára, ein þriggja tónsmiða/höfunda, þriggja ára starfsstyrk frá danska ríkinu til tónsmíðastarfa sinna.

Bára hefur gefið út fjölda plata, nú síðast SILVA (Sono Luminus/ESP disk). Bára leikur títt eigin tónlist en er einnig kontrabassaleikari í Kammersveitinni Elju. Þá hefur hún komið fram sem einleikari með fjölda sveita, m.a. Copenhagen Phil og Sinfóníuhljómsveit Íslands við flutning eigin kontrabassakonserts, Hringlu. Undanfarin ár hefur Bára fetað sig í átt að þverfaglegum uppsetningum þar sem hún hefur að mestu leyti unnið með þýska leikstjóranum og danshöfundinum Ben J. Riepe.

bára gísla.jpeg
AdobeStock_428899591_Editorial_Use_Only.jpeg

Dagskrá 2024 verður kynnt innan skamms.

bottom of page