Staðartónskáld og flytjendur
Við kynnum með stolti staðartónskáldin okkar þau Hauk Tómasson og Eygló Viborg Höskuldsdóttir. Við hlökkum mikið til að hlusta á áhugaverða og spennandi tónlist þeirra í Skálholti 2021.
Staðartónskáldin munu vinna að verkum fyrir tvo dúetta sem verða sérstaklega hugsuð fyrir rými Skálholtskirkju. Við kynnum þessa dúetta með stolti; Dúó Freyja, móðir og dóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Rannveig Marta Sarc fiðluleikari. Hinn dúettinn er skipaður Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur harmonikkuleikara og Guðnýju Einarsdóttur orgelleikara. |