top of page

Listrænir stjórnendur

Stjórn Sumartónleika í Skálholti hefur ráðið Ásbjörgu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur sem verkefnisstjóra. Saman sinna þæra listrænni stjórn.

 

Ásbjörg og Ragnheiður Erla starfa báðar sjálfstætt sem tónskáld og flytjendur auk þess sem þær sinna tónlistarkennslu. Þær kynntust í söngnámi við Listaskóla Mosfellsbæjar og hafa síðan unnið að margvíslegum verkefnum saman.


Ásbjörg og Ragnheiður Erla eru þakklátar stjórn Sumartónleika í Skálholti fyrir tækifærið. Þær vilja viðhalda og virða langa hefð Sumartónleika en einnig brydda upp á einhverjum nýjungum.

​Ásbjörg Jónsdóttir

Ásbjörg hefur fjölbreyttan bakgrunn í tónlist en hún stundaði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og við Hartt School of Music í Bandaríkjunum en hefur einnig stundað jazznám við FÍH og sinnt rannsóknum á jazztónlist.

 

Ásbjörg starfar sem barnakórstjóri við Guðríðarkirkju og kennir við Listaskóla Mosfellsbæjar. 

Asbjorg_portrait.jpeg

Ragnheiður Erla Björnsdóttir

Ragnheiður Erla hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu en hún lauk BA námi í tónsmíðum frá LHÍ og meistaragráðu í ritlist frá HÍ. Í tónsmíðum sínum hefur hún skoðað hljóðeiginleika tungumálsins í þverfaglegum tengslum við ritlist og myndlist.

 

Ragnheiður Erla starfar sem tónskáld, ljóðskáld, flytjandi og kennari í Vínarborg og Reykjavík.

Ragnheidur_portrait.jpeg
bottom of page