top of page

Hollvinafélag Sumartónleika í Skálholti

Hollvinafélag Sumartónleikanna var stofnað árið 2006 að frumkvæði Sigurðar Halldórssonar sem hafði tekið við listrænni stjórnun Sumartónleikanna árið 2004 af Helgu Ingólfsdóttur. Þá hafði Helga stýrt þeim allar götur frá því að hún og Manuela Wiesler stofnuðu til tónleikahalds á sumrin í Skálholtskirkju, sumarið 1975. Hugmyndin með stofnun Hollvinafélags var að koma upp hópi fólks sem gæti með ýmsum hætti stutt við starfsemina og létt undir með listrænum stjórnendum. Þetta gera hollvinir m.a. með því að dreifa bæklingum, ávarpa gesti við upphaf tónleika og aðstoða við komu tónlistarfólks frá útlöndum. 

Hollvinir fá mjög mikið í staðinn. Það er ómetanlegt að fá að kynnast tónlistarfólkinu, fá örlitla innsýn í vinnu þeirra, verða þátttakendur í samfélaginu í kringum Sumartónleikanna og finna að við leggjum okkar af mörkum til þess að allt gangi upp. 

Í núverandi stjórn sitja:
Helga M. Ögmundsdóttir, formaður.
Heiðrún Hákonardóttir, ritari. 
Þorkell Helgason, gjaldkeri.
Bernharður Guðmundsson, Geirþrúður Sighvatsdóttir og Reynir Axelsson.

Þótt gjaldkeri sé í stjórninni er reyndar ekki innheimt neitt félagsgjald. Við erum mörg hver komin á eftirlaunaaldur og að ýmsu leyti fer vel á því að miðla þannig af lífsreynslu eftir að daglegu amstri í vinnu lýkur. En við verðum líka að huga að því að afhenda keflið og fá ungt fólk til liðs. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfi Hollvinafélagsins eru hvattir til að senda formanni línu á netfangið:

 

 helgaogm@hi.is.

bottom of page