Kynslóðir

Generations

Sumartónleikar í Skálholti 1.-11. júlí

Upptaktur: LHÍ - Camerata og NAIP

30. júní kl 19:00

Við kynnum upptakt Sumartónleika í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Nemendur úr alþjóðlega meistaranáminu NAIP kynna verk sín sem voru unnin að hluta til í Skálholti síðastliðið haust og Camerata skipað nemendum úr LHÍ flytur barokktónlist undir stjórn Sigurðar Halldórssonar.

Screenshot Camerata 1.png

Opnunartónleikar: Cauda Collective, Haukur og Eygló

1. júlí kl 20:00

Á opnunartónleikum Sumartónleika 2021 munu Cauda Collective flytja fyrir okkur tvo strengjakvartetta eftir staðartónskáldin Hauk Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg. Cauda Collective mun flétta dagskrána saman með nýjum útsetningum sínum á Þorlákstíðum. Hér mætir ný tónlist aldagamalli tónlist með nýrri túlkun.

cauda%20_edited.jpg

Gadus Morhua: Biskupar og baðstofur

2. júlí kl 21:00

 

Samhljómur langspilsins og barokksellósins er útgangspunktur tónlistarhópsins Gadus Morhua. Tónlistarsköpun hópsins einkennist því af einhvers konar þjóðlagausla, þar sem forneskjulegur hljómur gamla baðstofuhljóðfærisins og þokkafullir meginlandstónar barokksellósins skapa einhvers konar baðstofubarrokk. Á tónleikunum í Skálholti í sumar einbeitum við okkur að samruna kvöldvökunnar í baðstofum tungnanna og heimsmenningar biskupsstólsins.

Francisco Javier Jáuregui Narváez.jpg

Fjölskyldutónleikar: Lítil saga úr orgelhúsi

3. júlí kl 13:00

 

Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir flytja tónlistarævintýri fyrir börn og foreldra. Sögunni er ætlað að kynna orgelið á skemmtilegan hátt fyrir börnum en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista og tónlistina gerði Michael Jón Clarke. Viðburðurinn er um 40 mínútur.

orgelhusid.jpeg

Fjölskylduviðburður: Orgelkrakkar í Skálholti

3. júlí kl 14:00

 

Orgelkrakkar er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi. Hópur þátttakenda skemmtir sér konunglega við það að setja saman orgelið, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og leika á orgelið. Stundin sem tekur klukkutíma er ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára.

Umsjón með stundinni hefur Guðný Einarsdóttir. Takmarkaður fjöldi – skráning nauðsynleg.

orgelkrakkar.jpeg

Una: Partítur plús

3. júlí kl 16:00

Partítur plús er verkefni sem hófst í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í Reykjavík sumarið 2020. Einleikspartítur Johanns Sebastians Bach fyrir fiðlu eru þrjár talsins, í h moll, d moll og E dúr. Í Gröndalshúsi fékk ég fiðlu Benedikts Gröndal til að spinna út frá hverri partítu, en í Skálholtskirkju kem ég með eigið hljóðfæri sem ég nota í frumsamdan spuna eftir hvert verk Bachs.

Una1.jpg

Sumartónleikamessa: Ásta Soffía

4. júlí kl 11:00

 

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari spilar barokktónlist. Verkin sem hún flytur eru hluti af dagskrá hennar á Sumartónleikum laugardaginn 10. júlí.

MVI_7685-1_edited.jpg

Norrænt ekkó: Bach og Hymnodia Sacra

4. júlí kl 14:00

Hrífandi messa Bach í A-dúr og sveiflandi dans Roman -hins sænska Händel -  kallast á við aldagamla íslenska sálma úr handritinu Hymnodia Sacra. Saman við þetta blandast svo glæný íslensk tónlist, sem hljómar þó kunnuglega, þar sem hún er byggð á stefjum úr hinu forna handriti.

Nylandia.jpg

Norrænt ekkó: Roman -  hinn sænski Händel

4. júlí kl 16:00

 

Hin dansk/sænska Camerata Öresund og finnska barokksveitin Ensemble Nylandia ferðast nú til Íslands til samstarfs við íslenska sönghópinn Cantoque ensemble sem hefur sérhæft sig í flutningi nýrrar tónlistar og barokktónlistar. Sveitirnar flétta hér saman þýsk-norrænar barokkperlur við íslenska sönghefð og nýja íslenska tónlist.

camerata og cantoque edited.jpg

Dúó Freyja: Sex verk

8. júlí kl 20:00

Mæðgurnar Svava Bernharðsdóttir og Rannveig Marta Sarc, víóluleikari og fiðluleikari flytja sex verk sem þær pöntuðu árið 2019. Verkin eru eftir Mist Þorkelsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. 

Dúó Freyja Mynd.JPG

Ásta Soffía:  Barrokktónlist leikin á harmóníku

10. júlí kl 14:00

 

Nokkur vel valin hljómborðsverk eftir Élisabeth Jacquet de La Guerre, François Couperin og J. S. Bach munu hljóma í Skálholtskirkju með fögrum tónum harmóníkunnar.

Mynd4.jpg

Tónleikaspjall: Hljómeyki

10. júlí kl 16:15

Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnandi Hljómeykis mun segja okkur frá dagskrá kórsins Cantate Domino. Bára Grímsdóttir mun einnig segja okkur frá pöntun kórsins á verkinu „Syngið Drottni nýjan söng” sem verður frumflutt á tónleikunum.

Hljómeyki-Hreiðar Ingi Þorsteinsson.jpg

Hljómeyki: Cantate Domino

10. júlí kl 17:00

 

Það gleður okkur að fá Hljómeyki aftur á Sumartónleika. Þau munu flytja dagskrá með verkum eftir J.S. Bach, D. Scarlatti, Cecilia McDowall og nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur. Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar kórnum og Guðný Einarsdóttir spilar á orgel.

IMG_8602.JPG.jpg

Sumartónleikamessa: Hljómeyki

11. júlí kl 11

Hljómeyki flytur verk frá tónleikum sínum Cantate Domino í messu í Skálholtskirkju.

MVI_7685-1_edited.jpg

Tónskáldaspjall: Haukur og Eygló

11. júlí kl 16:15

 

Staðartónskáldin Haukur Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg segja okkur frá nýjum verkum sínum sem frumflutt verða á lokatónleikum Sumartónleika.

haukur.jpg
Eygló-6.jpg

Lokatónleikar: Haukur og Eygló

11. júlí kl 17:00

Fjögur ný verk eftir staðartónskáldin Hauk Tómasson og Eygló Höskuldsdóttir Viborg verða flutt en þau voru samin sérstaklega fyrir tilefnið og með hljómburð Skálholtskirkju í huga. Verkin flytja Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Rannveig Marta Sarc fiðluleikari, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari og Guðný Einarsdóttir orgelleikari.

Dúó Freyja Mynd.JPG
102_GuðnýEinarsdóttir.jpg
Mynd4.jpg