Fermata
28. Júní kl 18:00
Söngnemendur og tónsmíðanemendur Listaháskólans taka þátt í námskeiði og keppni þennan dag í Skálholti, sem Elín Gunnlaugsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Bjarni Frímann Bjarnason leiða.
Nemendur í tónsmíðum semja einleiksverk fyrir selló, sem Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir leikur, og söngnemendur verða á masterclass um daginn, þar sem þau flytja sönglög eftir J.S Bach.
Um kvöldið verður svo tvöföld keppni, í söngflutning og í tónsmíðum, og allir eru velkomnir að fylgjast með.

Setningarathöfn og opnun myndlistarsýningar Arngríms Sigurðssonar
29. Júni - 18:00
Sumartónleikarnir verða settir í Skálholtskirkju með kvöldbænum, stuttum ræðum og tónlistaratriði í kirkjunni. Þar á eftir verður myndlistasýning Arngríms Sigurðssonar opnuð inní Skálholtsskóla. Sýningin verður opin á meðan sumartónleikunum stendur.

Duo Stemma - fjölskyldutónleikar
1. júlí kl 13:00
Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout myndi tvíeykið Duo Stemma, en þau eru bæði meðlimir Sinfoníuhljómsveitar Íslands.
Með ævintýralegum sögum og mörgum sérkennilegum hljóðfærum búa þau til frábæra sýningu sem bæði börn og foreldrar hafa gaman af!

Liebster Gott, wann werde ich sterben?
1. júlí kl 20:00
Á þessum tónleikum verður frumflutt nýtt verk eftir staðartónskáldið Hjalta Nordal Gunnarsson, sem ber heitið ,,Liebster Gott, wann werde ich sterben?".
Fyrsti hlutinn verður 10 mínútna verk fyrir strengjakvartett, sembal, slagverk og rafmagnsgítar og mun einkennast af miklum ryþma og perkússívum hljóðum.
Annar hluti verður verk fyrir tenór saxafón, bassaklarínett og harmonikku.
Þriðji hluti verður verk fyrir sembal, selló og slagverk. Hugmyndin fyrir þennan hluta er að skrifa verk í anda barokksins en þó með nútímalegu tónefni í bland við perkússív hljóð úr slagverkinu og óhefðbundna hljóðfæratækni.
Fjórði og síðasti hluti verður 20 mínútna kantata fyrir tenór og alla hljóðfæraleikarana í nokkrum köflum.
Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason
Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson

Kantötumessa
2. júlí 14:00
Kantatan ,,Sehet, wir gehn hinauf gen Jerusalem"
BWV 159 verður flutt í messu í Skálholtskirkju.
Axel Á. Njarðvík predikar og þjónar fyrir altari, ásamt Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti.
Flytjendur:
María Konráðsdóttir - sópran
Benedikt Kristjánsson - tenór
Oddur Arnþór Jónsson - bassi
Bachsveitin í Skálholti
Skálholtskórinn (kórstjóri: Jón Bjarnason)
Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson

Liebster Gott, wann werde ich sterben?
2. júlí kl 16:00
Á þessum tónleikum verður frumflutt nýtt verk eftir staðartónskáldið Hjalta Nordal Gunnarsson, sem ber heitið ,,Liebster Gott, wann werde ich sterben?". Fyrsti hlutinn verður 10 mínútna verk fyrir strengjakvartett, sembal, slagverk og rafmagnsgítar og mun einkennast af miklum ryþma og perkússívum hljóðum. Annar hluti verður verk fyrir tenór saxafón, bassaklarínett og harmonikku. Þriðji hluti verður verk fyrir sembal, selló og slagverk. Hugmyndin fyrir þennan hluta er að skrifa verk í anda barokksins en þó með nútímalegu tónefni í bland við perkússív hljóð úr slagverkinu og óhefðbundna hljóðfæratækni.Fjórði og síðasti hluti verður 20 mínútna kantata fyrir tenór og alla hljóðfæraleikarana í nokkrum köflum.
Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason
Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson

Tónleikar á 400 ára dánardegi William Byrd
4. Júlí - 20:00
Á þessum degi fyrir 400 árum lést breska tónskáldið William Byrd.
Hann samdi mikið af tónlist fyrir kirkju, og sérstaklega fyrir raddir.
Á efnisskránni verður meðal annars verkið ,,Mass for 4 voices" og einleiksverk fyrir sembal.
Söngkvartett:
María Konráðsdóttir - sópran
David Erler - kontratenór
Benedikt Kristjánsson - tenór
Oddur Arnþór Jónsson - bassi
Guðrún Óskarsdóttir - semball
Guðni Tómasson - kynningar

Jónas Ásgeir Ásgeirsson -
útgáfutónleikar
5. júlí kl 20:00
Harmonikkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson hlaut nýverið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna sína ,,Fikta". Það er mikill heiður fyrir sumartónleikana að fá að halda útgáfutónleikana af þessari plötu hans.
Á efnisskránni verða verk eftir íslensk tónskáld, meðal þeirra Atla Heimi Sveinsson og Huga Guðmundsson.
Jónas Ásgeir Ásgeirsson - Harmonikka
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir - Sópran

György Ligeti - 100 ára
6. júlí kl 20:00
Ungverska tónskáldið Györgi Ligeti hefði orðið 100 ára í maí á þessu ári.
Á þessum tónleikum mun meðal annars Kordó kvartettinn flytja fyrsta strengjakvartett Ligetis, og Bjarni Frímann Bjarnason mun leika hið fræga orgelverk ,,Volumina".
Flytjendur:
Kordo kvartettinn
Bjarni Frímann Bjarnason, orgel
Guðni Tómasson, kynningar

Psalm settings throughout the ages
7. júlí kl 20:00
Kórinn frá Homerton College í Cambridge kemur í fyrsta sinn í Skálholt og syngur útsetningar á sálmum.
Stjórnandi: Dr. Daniel Trocmé-Latter

Jan Dismas Zelenka
8. júlí kl 20:00
Barrokkbandið Brák leikur undir stjórn Jönu Semerádová þrjú verk eftir tékkneska tónskáldið J.D. Zelenka.
Meðal verka sem verður flutt, er verkið Statio quadruples pro Processione Theophonica. Þetta verk fannst á bókasafni í Evrópu, og voru það íslendingarnir Jóhannes Ágústsson og Kjartan Óskarsson sem fundu það.
Það verður heimsviðburður í Skálholti, að fá að flytja þetta elsta varðveitta verk Zelenka!
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir - sópran
David Erler - kontratenór
Benedikt Kristjánssson - tenór
Oddur Arnþór Jónsson - bassi
Kammerkór sumartónleikana
Barrokbandið Brák
Stjórnandi: Jana Semerádová

Kantötumessa
9. júlí kl 14:00
Kantatan ,,Nach Dir, Herr, verlanget mich" verður flutt í Kantötumessu.
Axel Á. Njarðvík predikar og þjónar fyrir altari, ásamt Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti.
María Konráðsdóttir - sópran
David Erler - kontratenór
Benedikt Kristjánsson - tenór
Oddur Arnþór Jónsson - bassi
Pétur Björnsson - konsertmeistari
Guðbjartur Hákonarson - fiðla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir - selló
Brjánn Ingason - fagott
Jacek Karwan - kontrabassi
Bjarni Frímann Bjarnason - orgel
![Erler-David-12[Bjorn_Kowalewsky]_edited.jpg](https://static.wixstatic.com/media/9f8268_bd41c3643392441a9abe307456ac5a87~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_97,w_750,h_750/fill/w_333,h_333,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/Erler-David-12%5BBjorn_Kowalewsky%5D_edited.jpg)
Jan Dismas Zelenka
9. júlí kl 16:00
Barrokkbandið Brák leikur undir stjórn Jönu Semerádová þrjú verk eftir tékkneska tónskáldið J.D. Zelenka. Meðal verka sem verður flutt, er verkið Statio quadruples pro Processione Theophonica. Þetta verk fannst nýverið á bókasafni í Evrópu, og voru það íslendingarnir Jóhannes Ágústsson og Kjartan Óskarsson sem fundu það. Það verður heimsviðburður í Skálholti, að fá að flytja þetta elsta varðveitta verk Zelenka!
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir - sópran
David Erler - kontratenór
Benedikt Kristjánssson - tenór
Oddur Arnþór Jónsson - bassi
Kammerkór sumartónleikana
Barrokbandið Brák
Stjórnandi: Jana Semerádová
