Dobrinka TabakovaDobrinka Tabakova fæddist í Plovdiv, Búlgaríu 1980 en hefur búið í London síðustu 25 árin. Hún útskrifaðist úr tónlistardeild Guidhall skólans og er með doktorsgráðu í tónsmíðum frá King's college í London.
Tabakova er margverðlaunað tónskáld, verk hennar Praise var flutt í Dómkirkju heilags Páls í London við 50 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar. Hún hefur fengið pantanir frá Royal Philharmonic Society, BBC Radio 3, Cheltenham Music Festival, Britten Sinfonia, Three Choirs Festival, Wigmore Hall og PRS for Music Foundation's tvíæringinum in 2014. Verk Tabakova hafa verið hljóðrituð og gefin út af Hyperion og ECM útgáfufyrirtækjunum. Verk hennar String Paths var tilnefnt til Grammy verðlaunanna 2013. |