Nordic Affect

Nordic Affect hefur verið hælt fyrir “affectionate explorations” (BBC Music Magazine) og “commitment to their repertoire” (Classical Music). Starf þeirra hefur aflað þeim viðurkenningar innan lands og utan, þar á meðal tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2013 og árið á eftir var hópurinn valinn Flytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Starf Nordic Affect einkennist af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali en hópurinn hefur frá upphafi flutt allt frá danstónlist 17.aldar til hinnar framsæknu raftónlistar okkar tíma. Allir meðlimir hópsins eiga að baki nám í sagnfræðilegum hljóðfæraleik en auk starfsins með Nordic Affect hafa meðlimir leikið og hljóðritað með aðilum á borð við The English Concert, Concerto Copenhagen, Anima Eterna Brugge og Björk.
Nordic Affect hefur frá upphafi starfs síns árið 2005 komið fram á fjölda hátíða, þar á meðal TRANSIT festival (BE), Myrkum Músíkdögum (IS), November Music (NL), BRQ Vantaa Festival (FI), Iceland Airwaves (IS), Estonian Music Days (EE) North Atlantic Flux (UK) og Listahátíð í Reykjavík (IS). Leik Nordic Affect er að finna á geisladiskum frá Deutsche Grammophon, Smekkleysu, Musmap og Brilliant Classics og hafa þeir hlotið Íslensku Tónlistarverðlaunin og Kraumsverðlaunin ásamt frábærum viðtökum í erlendum tónlistarblöðum. Árið 2015 kom út platan Clockworking á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Platan var valin af Alex Ross hjá The New Yorker, Peter Margasak hjá Chicago Reader og Steve Smith hjá Night After Night Clockworking þar sem þeir gerðu upp það besta á árinu 2015 í tónlist. Nú í febrúar kom út platan Raindamage á vegum Sono Luminus og hefur hún nú þegar fengið frábæra dóma erlendis og verið valin plata vikunnar hjá Q2 Music. Meðal verkefna hópsins á næstunni eru tónleikar á Spáni, Íslandi, Belgíu og Lettlandi ásamt upptöku á nýrri plötu fyrir Sono Luminus.
Listrænn stjórnandi Nordic Affect frá upphafi er Halla Steinunn Stefánsdóttir.
www.nordicaffect.com
Starf Nordic Affect einkennist af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali en hópurinn hefur frá upphafi flutt allt frá danstónlist 17.aldar til hinnar framsæknu raftónlistar okkar tíma. Allir meðlimir hópsins eiga að baki nám í sagnfræðilegum hljóðfæraleik en auk starfsins með Nordic Affect hafa meðlimir leikið og hljóðritað með aðilum á borð við The English Concert, Concerto Copenhagen, Anima Eterna Brugge og Björk.
Nordic Affect hefur frá upphafi starfs síns árið 2005 komið fram á fjölda hátíða, þar á meðal TRANSIT festival (BE), Myrkum Músíkdögum (IS), November Music (NL), BRQ Vantaa Festival (FI), Iceland Airwaves (IS), Estonian Music Days (EE) North Atlantic Flux (UK) og Listahátíð í Reykjavík (IS). Leik Nordic Affect er að finna á geisladiskum frá Deutsche Grammophon, Smekkleysu, Musmap og Brilliant Classics og hafa þeir hlotið Íslensku Tónlistarverðlaunin og Kraumsverðlaunin ásamt frábærum viðtökum í erlendum tónlistarblöðum. Árið 2015 kom út platan Clockworking á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Platan var valin af Alex Ross hjá The New Yorker, Peter Margasak hjá Chicago Reader og Steve Smith hjá Night After Night Clockworking þar sem þeir gerðu upp það besta á árinu 2015 í tónlist. Nú í febrúar kom út platan Raindamage á vegum Sono Luminus og hefur hún nú þegar fengið frábæra dóma erlendis og verið valin plata vikunnar hjá Q2 Music. Meðal verkefna hópsins á næstunni eru tónleikar á Spáni, Íslandi, Belgíu og Lettlandi ásamt upptöku á nýrri plötu fyrir Sono Luminus.
Listrænn stjórnandi Nordic Affect frá upphafi er Halla Steinunn Stefánsdóttir.
www.nordicaffect.com