Tónlistarhópurinn KIMI
Tónlistarhópurinn KIMI munu sækja Sumartónleika í Skálholti heim og spila á tvennum tónleikum. Þau munu vinna náið með staðartónskáldunum og frumflytja ný verk þeirra á lokatónleikunum þann 12. júlí en einnig flytja sitt eigið prógram m.a. með nýjum verkum sérstaklega samin fyrir þau.
Sunday 05.07
11:00 - Summer Concert Service: KIMI and Cauda Collective
Föstudagur 10. júlí
20:00 - KIMI: Afkimar
Sunnudagur 12. júlí
17:00 - Lokatónleikar: KIMI tríó frumflytur verk staðartónskáldanna
Sunday 05.07
11:00 - Summer Concert Service: KIMI and Cauda Collective
Föstudagur 10. júlí
20:00 - KIMI: Afkimar
Sunnudagur 12. júlí
17:00 - Lokatónleikar: KIMI tríó frumflytur verk staðartónskáldanna
Á efnisskránni eru einungis ný eða nýleg verk, þar af þrjú verk sem samin eru sérstaklega fyrir KIMA. Það eru verkin Óratoría (2018) eftir íslenska tónskáldið Finn Karlsson, Bittersweet (2019) eftir breska tónskáldið Nick Martin og frumflutningur á verkinu Like dreams of the dawn and scarecrows of the night (2020) eftir gríska tónskáldið Christos Farmakis. Þar fyrir utan verður íslenskur frumflutningur á tveimur verkum; annars vegar á verkinu Piece for the middle seat (2019) eftir bandaríska tónskáldið Jessie Marino og hins vegar á verkinu Lieder und Intermezzi (1996), eftir Atla Heimi Sveinsson. Marino blandar gjarnan saman aðferðum úr sviðslist og tónlist, og notar oftar en ekki húmor til að varpa ljósi á skoplegar hliðar mannlegrar hegðunar. Það kallast á við ofangreint verk Finns Karlssonar þar sem hann beitir fyrir sig hinum ýmsu hikorðum í íslenskri tungu. Verkið Lieder und Intermezzi eftir Atla Heimi er nokkuð dularfullt og finnast hvergi heimildir um hvenær eða hvar það var frumflutt – svo þessi flutningur gæti allt eins verið sá fyrsti.
Tónlistarhópurinn KIMI er skipaður Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu, Katerinu Anagnostidou slagverksleikara og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni harmóníkuleikara. Meðlimir koma frá Íslandi og Grikklandi en kynntust í námi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Þau hafa spilað saman frá árinu 2018 og haldið opinbera tónleika bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Tríóið einbeitir sér einkum að flutningi nýrrar tónlistar í bland við eigin útsetningar á þjóðlagatónlist. Það felur oftar en ekki í sér náið og spennandi samstarf við tónskáld sem samið hafa fyrir sérstaka hljóðfærasamsetningu hópsins. Þar má nefna frumflutning á verkum eftir tónskáldin Finn Karlsson,
Nick Martin og Christos Farmakis sem samið hafa fyrir KIMA, sem og verk sem sjaldan fá að heyrast eftir Peter Bruun, Atla Heimi Sveinsson og Einar Torfa Einarsson. Útsetningar KIMA hafa verið af ýmsum toga, bæði nýjar hljóðfæraútsetningar á sönglögum svo sem Siete canciones populares españolas eftir Manuel de Falla og Jónasarlögum eftir Atla Heimi Sveinsson, sem og eigin útgáfur af ýmsum íslenskum og grískum þjóðlögum.
Tónlistarhópurinn KIMI er skipaður Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu, Katerinu Anagnostidou slagverksleikara og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni harmóníkuleikara. Meðlimir koma frá Íslandi og Grikklandi en kynntust í námi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Þau hafa spilað saman frá árinu 2018 og haldið opinbera tónleika bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Tríóið einbeitir sér einkum að flutningi nýrrar tónlistar í bland við eigin útsetningar á þjóðlagatónlist. Það felur oftar en ekki í sér náið og spennandi samstarf við tónskáld sem samið hafa fyrir sérstaka hljóðfærasamsetningu hópsins. Þar má nefna frumflutning á verkum eftir tónskáldin Finn Karlsson,
Nick Martin og Christos Farmakis sem samið hafa fyrir KIMA, sem og verk sem sjaldan fá að heyrast eftir Peter Bruun, Atla Heimi Sveinsson og Einar Torfa Einarsson. Útsetningar KIMA hafa verið af ýmsum toga, bæði nýjar hljóðfæraútsetningar á sönglögum svo sem Siete canciones populares españolas eftir Manuel de Falla og Jónasarlögum eftir Atla Heimi Sveinsson, sem og eigin útgáfur af ýmsum íslenskum og grískum þjóðlögum.

KIMI: Afkimar |