Sumartónleikar í Skálholti
  • Sumartónleikar 2021
    • Staðartónskáld
    • Flytjendur
  • Um Sumartónleika
    • Um Sumartónleika
    • Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Staðartónskáld
    • Hollvinafélag
    • Sumartónleikar 2020 >
      • Staðartónskáld
      • Flytjendur >
        • KIMI
        • Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
        • Aulos Ensemble
        • Minningardagskrá tileinkuð Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur
        • Cauda Collective
        • Bachelsi
        • Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
        • Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir
      • Taka frá sæti
  • Styrktu hátíðina
  • English

Helga Ingólfsdóttir (1942-2009)


Helga Ingólfsdóttur var semballeikari og stofnandi Sumartónleikanna í Skálholtskirkju. Hún markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi sem túlkandi nýrrar og gamallar tónlistar. Helga lauk einleikaraprófi sem píanóleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1963. Aðalkennari hennar þar var Rögnvaldur Sigurjónsson. Strax að prófi loknu hélt Helga til Þýskalands til framhaldsnáms í píanóleik en skipti fljótlega um hljóðfæri og lauk einleikaraprófi sem semballeikari frá Tónlistarháskólanum í München vorið 1968. Þar var hún nemandi sembal- og orgelleikarans Hedwig Bilgram.

Picture
Helga flutti heim til Íslands vorið 1971. Með heimkomu hennar hófst nýtt tímabil í túlkun barokktónlistar á Íslandi. Á því sviði var Helga byltingarkona. Hún vildi að barokktónlist hljómaði eins og tónskáldin hugsuðu hana – sem flestum þykir reyndar sjálfsagt mál á okkar tímum – en var einungis fjarlægur draumur á Íslandi fyrir tæplega hálfri öld. Rétt hljóðfæri skipta að sjálfsögðu miklu máli í þessu samhengi en ekki síður þær túlkunaraðferðir sem beitt er. Hér varð Helga sjálfskipaður leiðtogi í krafti yfirgripsmikillar þekkingar á barokktónlist ásamt listrænu innsæi og afar persónulegum leik.
 
Helga var listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholtskirkju frá stofnun 1975 til ársins 2004. Árið 1986 stofnaði hún Bachsveitina í Skálholti, fyrstu íslensku barokkhljómsveitina. Hún hafði einnig mikinn áhuga á nýrri tónlist og frumflutti mörg verk íslenskra tónskálda. Helga kom nokkuð fram erlendis, bæði sem einleikari en einnig með öðrum, oftast Manuelu Wiesler, flautuleikara. Helsti vettvangur hennar var þó í Skálholti og hvergi leið henni betur með hljóðfæri sitt en í Skálholtskirkju.
​
Helga lék inn á fjölmargar hljómplötur og hljómdiska. Meðal þeirra eru hljómplata með tónverkum Bachs (1984), Goldbergtilbrigði Bachs (2000) og „Frá Strönd til fjarlægra stranda“, (2005) þar sem hún leikur barokktónlist og nokkur þeirra verka sem voru samin fyrir hana.
​


Picture
Helguleikur á Facebook

Helguleikur

Helguleikur – saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju
Kolbeinn Bjarnason, Sæmundur 2018


Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar á Íslandi. En einnig er hér gerð grein fyrir alþjóðlegum straumum í tónlist frá 18. öld til okkar daga. Lesandinn er leiddur inn í heillandi sögu frumherja í tónlistarstarfi sem gerðu jafnvel Bach að Biskupstungnamanni.

Í bókinni er rakið hvernig semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir breytti hugmyndum manna um barokktónlist en var jafnframt öflugur túlkandi nýrrar tónlistar enda heilluðust tónskáld af leik hennar og hljóðfæri og tileinkuðu henni verk sín. Gerð er tilraun til að greina stefnur og strauma í nýrri íslenskri tónlist og fjallað um þá viðleitni íslenskra tónskálda að segja sögur í tónlist sinni. Getur einleiksverk fyrir sembal fjallað um hallarrústir í frumskógum Víetnams?
Bókinni fylgja sex hljómdiskar með leik Helgu.


Facebook
Instagram
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Skálholti, 801 Selfoss
​
sumartonleikar.skalholt[að]gmail.com
© COPYRIGHT 2019. ALL RIGHTS RESERVED. Design by Mos.
  • Sumartónleikar 2021
    • Staðartónskáld
    • Flytjendur
  • Um Sumartónleika
    • Um Sumartónleika
    • Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Staðartónskáld
    • Hollvinafélag
    • Sumartónleikar 2020 >
      • Staðartónskáld
      • Flytjendur >
        • KIMI
        • Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
        • Aulos Ensemble
        • Minningardagskrá tileinkuð Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur
        • Cauda Collective
        • Bachelsi
        • Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
        • Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir
      • Taka frá sæti
  • Styrktu hátíðina
  • English