Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
Fyrri fjölskyldutónleikar sumarsins fara fram þann 5. júlí. Guðbjörg Hilmarsdóttir söngkona og Kári Þormar organisti munu flytja fyrir okkur sálma en þau ætla m.a. að flytja glænýja sálma úr sálmabók sem kemur út seinna á árinu. Þau ætla líka að segja okkur aðeins frá orgelinu sem er stærsta hljóðfæri í heimi!
Seinna þann sama dag munu þau flytja fyrir okkur dagskránna „Barokk í Skálholti”. Á meðal tónskálda á efnisskrá eru G.F. Handel, F. Caccini, B. Strozzi, J. Haydn og J. S. Bach. Flutt verða bæði orgelverk, óperuaríur og aríur úr óratóríum. Tónleikarnir eru um 60 mínútur.
Sunnudagur 5. júlí
14:00 - Fjölskyldutónleikar með Guðbjörgu Hilmarsdóttur og Kára Þormari
16:00 - Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar: Barokk í Skálholti
Guðbjörg Hilmarsdóttir
Guðbjörg Hilmarsdóttir útskrifaðist með bakklárgráðu í söng undir handleiðslu Dian Lawler-Johnson árið 2014 frá Columbus State University í Columbus, GA. Áður stundaði hún nám við bæði Söngskólann í Reykjavík hjá Signý Sæmundsdóttur og Söngskóla Sigurðar Dementz hjá Bjarney Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og Hallveigu Rúnarsdóttur. Guðbjörg útskrifaðist með meistaragráðu í tónlistarkennslu frá Listaháskóla Íslands 2017 en hún sótti tíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem hluti af meistaranáminu.
Guðbjörg hefur sungið einsöng með ýmsum kórum og tekið þátt í uppfærslum bæði hérlendis og í Columbus, GA.. Guðbjörg hefur síðustu ár sérhæft sig í kirkjusöng og flutning sálma ásamt Kára Þormar organista Dómkirkjunnar en þau hafa flutt sálma vikulega í Dómkirkjunni á föstudögum. Ásamt því að starfa sem söngkona starfar Guðbjörg sem söngkennari og raddþjálfi leiklistarnemenda við Borgarholtsskóla.
Guðbjörg hefur sungið einsöng með ýmsum kórum og tekið þátt í uppfærslum bæði hérlendis og í Columbus, GA.. Guðbjörg hefur síðustu ár sérhæft sig í kirkjusöng og flutning sálma ásamt Kára Þormar organista Dómkirkjunnar en þau hafa flutt sálma vikulega í Dómkirkjunni á föstudögum. Ásamt því að starfa sem söngkona starfar Guðbjörg sem söngkennari og raddþjálfi leiklistarnemenda við Borgarholtsskóla.
Kári Þormar
Eftir píanónám hjá Jónasi Ingimundarsyni og orgelnám hjá Herði Áskelssyni hélt Kári Þormar í framhaldsnám til Þýskalands þar sem hann lauk A kirkjutónlistarnámi frá Robert Schumann háskólanum í Düsseldorf með 1. einkunn.
Kári hefur haldið fjölda orgeltónkeika, bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á alþjóðlegri orgelhátíð á Álandseyjum og á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Mühlhausen í Þýskalandi. Hann hlaut styrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar árið 1997. Kári hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanókennari og kórstjóri, en á þeim vettvangi var hann tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna með Kór Áskirkju fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt. Kári tók við stöðu dómorganista árið 2010.
Kári hefur haldið fjölda orgeltónkeika, bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á alþjóðlegri orgelhátíð á Álandseyjum og á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Mühlhausen í Þýskalandi. Hann hlaut styrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar árið 1997. Kári hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanókennari og kórstjóri, en á þeim vettvangi var hann tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna með Kór Áskirkju fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt. Kári tók við stöðu dómorganista árið 2010.