The Gondwana Voices

Ungmennakór áströlsku þjóðarinnar The Gondwana Voices, er þekktur fyrir að vera kór í hæsta gæðaflokki á veraldarvísu og hafa á valdi sínu flutning flókinna verka líkt og um atvinnutónlistarmenn væri að ræða. Lyn Williams stofnaði kórinn árið 1997 í þeim tilgangi að ungt fólk víða að í Ástralíu gæti komið saman og kynnst og deilt ástríðu sinni, sönglistinni hvert með öðru. Frá upphafi vakti kórinn eftirtekt fyrir hreinan hljóm, nákvæmni og aga en einnig djarfan og sannfærandi flutning. Kórinn kemur á reglulega fram og er í samstarfi við atvinnuhljómsveitir, tónlistarhópa og óperuhús í Sydney.
Bæði Gondwana Voices og Barnakór Sydneyborgar hafa ferðast víða um Ástralíu og utan. Árið 2007 flutti Gondwana verkið “Gremja og hollusta” (e: Vexation and Devotion) eftir Brett Dean á Proms tónleikum BBC í London og var flutningurinn hljóðritaður á vegum BIS útgáfunnar. Þá hefur listrænn stjórnandi Áströlsku kammersveitinnarinnar, Richard Tognetti boðið hópnum í tvær tónleikaferðir um Ástralíu.
Þótt meðlimir Gondwana Singers séu ungir að árum hafa þeir myndað djúp tengsl við hefðbundna tónlist og tónlist samtímans með samstarfi sínu við viðurkennd tónskáld en líka þau sem eru að ryðja sér til rúms. Starf kórsins hefur orðið til þess að byggja upp verkaskrá og stuðla að því að mörg áströlsk tónskáld skrifi verk fyrir kór eða kór og hljómsveit eins og Jandamarra: Syngjum til landsins ( e: Sing for the Country) eftir Paul Stanhope.
Bæði Gondwana Voices og Barnakór Sydneyborgar hafa ferðast víða um Ástralíu og utan. Árið 2007 flutti Gondwana verkið “Gremja og hollusta” (e: Vexation and Devotion) eftir Brett Dean á Proms tónleikum BBC í London og var flutningurinn hljóðritaður á vegum BIS útgáfunnar. Þá hefur listrænn stjórnandi Áströlsku kammersveitinnarinnar, Richard Tognetti boðið hópnum í tvær tónleikaferðir um Ástralíu.
Þótt meðlimir Gondwana Singers séu ungir að árum hafa þeir myndað djúp tengsl við hefðbundna tónlist og tónlist samtímans með samstarfi sínu við viðurkennd tónskáld en líka þau sem eru að ryðja sér til rúms. Starf kórsins hefur orðið til þess að byggja upp verkaskrá og stuðla að því að mörg áströlsk tónskáld skrifi verk fyrir kór eða kór og hljómsveit eins og Jandamarra: Syngjum til landsins ( e: Sing for the Country) eftir Paul Stanhope.