Sumartónleikar í Skálholti
  • Sumartónleikar 2021
    • Staðartónskáld
    • Flytjendur
  • Um Sumartónleika
    • Um Sumartónleika
    • Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Staðartónskáld
    • Hollvinafélag
    • Sumartónleikar 2020 >
      • Staðartónskáld
      • Flytjendur >
        • KIMI
        • Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
        • Aulos Ensemble
        • Minningardagskrá tileinkuð Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur
        • Cauda Collective
        • Bachelsi
        • Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
        • Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir
      • Taka frá sæti
  • Styrktu hátíðina
  • English

Írsk þjóðlagatónlist, villt barokk og íslensk tónlist á Sumartónleikum í Skálholti

7/21/2015

 
Picture
Marie Rouquié og Gabriel Grosbard fiðluleikarar úr Corpo di Strumenti

PictureClaudio Puntin
Fimmtudaginn 23. júlí kl. 20 leikur Corpo di Strumenti fiðlusónötur eftir einn villtasta og áræðnasta könnuð fiðlunnar, hinn tékknesk-austurríska Heinrich Ignaz Franz von Biber. Á laugardaginn 25. júlí kl. 15 flytja meðlimir út White Raven, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir söngkonur tónlist eftir Huga Guðmundsson, Claudio Puntin og Snorra Sigfús Birgisson, ásamt Gerði Gunnarsdóttur, Herdísi Önnu Jónsdóttur, Guðnýju Jónasdóttur, Steef van Oosterhaut og Claudio Puntin. Á undan tónleikunum, kl. 14, fjallar Claudio Puntin um tónlist sína í tónum og tali í Skálholtsskóla. Tónleikarnir verða endurteknir á sunnudaginn kl. 15. Á seinni tónleikum laugardagsins kl. 17 kemur fram söngtríóið White Raven sem flytur írsk og skosk þjóðlög. Meðlimir White Raven eru Kathleen Dineen, Robert Getchell og Mathias Spoerry.

Um tónleika Corpo di Strumenti Leyndardóma Rósakransins
Einu sinni var fiðlan ný meðal Germana, nýkomin frá Ítalíu og óendanlega forvitnileg uppspretta tilrauna og kannana. Einn villtasti og áræðnasti könnuður hins nýja hljóðfæris var hinn tékknesk-austurríski Heinrich Ignaz Franz Biber; hann teygði hljóma fiðlunnar og togaði eftir ótrúlegustu leiðum inn á lendur sem varla nokkur maður hefur farið síðan.

Hér gefur að heyra sónötur úr leyndardómum Rósakransins - strengjaflækjuíhugun um gleði, þrautir og dýrð á og upp úr ævi Maríu guðsmóður - og afar skrautlegar sónötur Harmonia Artificiosa Ariosa fyrir tvær fiðlur. Fiðlan í öðru veldi, í öllu sínu veldi, ung og ótamin enn.

Meðlimir Corpo di Strumenti eru Marie Rouquié og Gabriel Grosbard fiðluleikarar, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari og Joseph Rassam semballeikari.

Um dagskrá tónleikanna Mannslundin hrein
Á þessum tónleikum mætast íslenskir og erlendir flytjendur í flutningi á íslenskri og erlendri tónlist. Íslenski hluti efnisskrárinnar á sér rætur í okkar gömlu handritum, annarsvegar í tónsmíð byggðri á íslenskum þjóðlögum eftir Snorra Sigfús Birgisson (útsett af Huga Guðmundssyni) og hinsvegar í verki eftir Huga Guðmundsson við texta sr. Ólafs Jónssonar á Söndum. Það verk var pantað af Sumartónleikum í Skálholtskirkju árið 2003 og kom út á geisladiskinum Sálin þýða frá Smekkleysu árið 2006. Í verkinu fá hljóðfærin liðsinni frá írsk/þýska söngtríóinu White Raven og altsöngkonunni Hildigunni Einarsdóttur en hún syngur jafnframt einsöng í verki Snorra Sigfúsar.

Þessi íslenski hluti efnisskrárinnar rammar svo inn fjórar tónsmíðar eftir klarínettuvirtúósinn og tónskáldið Claudio Puntin sem jafnframt er meðal flytjenda á tónleikunum. Tvö af verkunum eru úr stærra verki sem hann nefnir LUCE, eða Ljós, en það var pantað til flutnings á sýningu á ljósaverkum Ólafs Elíassonar og James Turrell árið 2013. Þessi tvö verk og verkið Gerdia hafa verið sérstaklega umskrifuð fyrir þessa tónleika. Verkið Þeysireið er að finna á diskinum Ýlir sem kom út hjá hinu virta ECM útgáfufyrirtæki árið 2001.


Um dagskrá White Raven
Menn hafa lengi tjáð sig með þjóðlögum. Áður en rafmagn, sjónvarp og útvarp kom til sögunnar voru söngvar sungnir og ljóð lesin til dægrastyttingar hjá fólki í afskekktum sveitum og á klettóttum ströndum Atlantshafsins. Til voru söngvar fyrir hvert tækifæri: ástarljóð, harmljóð, vögguvísur, sjómannasöngvar, ferðaljóð, þjóðkvæði um harmleiki, hugrekki, mein, söngvar um bardaga og ævintýri og söngvar um hinn dulræna heim.

Í írskum og skoskum þjóðlögum má finna margar skírskotanir í vatn, en hafið og vötn gegndu stóru hlutverki í lífi keltnesku þjóðarinnar. Efnisskrá White Raven í Skálholti fer með áheyrendur í ferðalag frá ströndum Atlantshafsins í Skotlandi og á Írlandi til dulrænna vatna, fjalla og dala huldir þokuslæðu.

Flutt eru gelísk ástarljóð og vögguvísur, skosk þjóðkvæði og útsetningar á söngvum eftir nokkur helstu ljóðskáld Íra: WB Yeats, Patrick Kavanagh og Sean O `Casey.

Picture
White Raven

Comments are closed.
Facebook
Instagram
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Skálholti, 801 Selfoss
​
sumartonleikar.skalholt[að]gmail.com
© COPYRIGHT 2019. ALL RIGHTS RESERVED. Design by Mos.
  • Sumartónleikar 2021
    • Staðartónskáld
    • Flytjendur
  • Um Sumartónleika
    • Um Sumartónleika
    • Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Staðartónskáld
    • Hollvinafélag
    • Sumartónleikar 2020 >
      • Staðartónskáld
      • Flytjendur >
        • KIMI
        • Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
        • Aulos Ensemble
        • Minningardagskrá tileinkuð Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur
        • Cauda Collective
        • Bachelsi
        • Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
        • Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir
      • Taka frá sæti
  • Styrktu hátíðina
  • English