Sumartónleikar í Skálholti
  • Sumartónleikar 2021
    • Staðartónskáld
    • Flytjendur
  • Um Sumartónleika
    • Um Sumartónleika
    • Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Staðartónskáld
    • Hollvinafélag
    • Sumartónleikar 2020 >
      • Staðartónskáld
      • Flytjendur >
        • KIMI
        • Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
        • Aulos Ensemble
        • Minningardagskrá tileinkuð Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur
        • Cauda Collective
        • Bachelsi
        • Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
        • Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir
      • Taka frá sæti
  • Styrktu hátíðina
  • English

Finnur Karlsson staðartónskáld og nýstofnaða Barokkbandið Brák

7/14/2015

 
Picture
Finnur Karlsson, staðartónskáld

Fimmtudaginn 16. júlí kl. 20 leiðir Elfa Rún Kristinsdóttir Barokkbandið Brák á sínum fyrstu tónleikum. Frumflutt verður nýtt verk eftir staðartónskáld Sumartónleika í Skálholti, Finn Karlsson, leikin verða kammer- og hlómsveitarverk eftir Rameau, de la Guerre og Muffat ásamt splunkunýjum útsetningum Gregoire Simon á Les Dominos eftir Couperin. Á undan tónleikunum kl. 19:30 kynnir Finnur tónlist sína í Skálholtsskóla. Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 18. júlí kl. 21.

Náttúruhornin verða í sviðsljósinu á öðrum tónleikum Barokkbandsins Brákar sem fluttir verða laugardaginn 18. júlí kl. 16. Ella Vala Ármannsdóttir leikur hornkonsert eftir Telemann, Emil Friðfinnsson slæst með í för í svítu og sinfóníu eftir J.G.Graun, en á milli horntónanna hljóma strengjakammerverk W.F. Bachs og Telemanns.

Efnisskrá fimmtudag 16. júlí kl. 20 og 18. júlí kl 21
Frönsk tónverk eru í aðalhlutverki á fyrstu tónleikum Barokkbandsins Brákar. Einnig er nú frumflutt nýtt íslenskt tónverk og nýjar útsetningar leiknar sem gerðar hafa verið sérstaklega fyrir hópinn. Á tónleikunum leitast hópurinn við að blanda saman kammertónlist og stærri strengjaverkum, og notar til flutningsins allt rými Skálholtskirkju.

Tónleikarnir hefjast á forleik og dönsum úr gamanóperunni Platée eftir eitt þekktasta barokktónskáld Frakka, Jean-Philippe Rameau Þar á eftir eru leiknar splunkunýjar útsetningar franska víóluleikarans Gregoire Simon á sembalverkum Couperins, les Dominos, í mismunandi hljóðfærasamsetningum þar sem flytjendurnir dreifa sér um kirkjuna.

Frumflutningur á verki Finns Karlssonar, samið sérstaklega fyrir hópinn, þar sem hljómburður Skálholtskirkju fær sérstaklega að njóta sín með hljóðfæraleikara á víð og dreif um kirkjuna, leiðir yfir í tríósónötu eftir franska kventónskáldið Jacquet de La Guerre, en flutningur á verkum hennar hefur aukist sífellt síðastliðin ár.

Tónleikunum lýkur á Concerto Grosso eftir George Muffat þar sem kammertónlistin kallast á við samhljóm hópsins.

Efnisskrá 18. júlí kl. 16
Telemann er líklega þekktasta tónskáldið á þessum tónleikum. Hann var að mestu sjálflærður tónlistarmaður, en hann kom úr vel menntaðri fjölskyldu þar sem einungis einn af forfeðrum hans hafði unnið við tónlist. 

Wilhelm Friedemann kom hinsvegar úr stórri tónlistarfjölskyldu. Hann var elsti sonur Johanns Sebastians Bachs. Bæði Telemann og Wilhelm Friedemann námu lögfræði við Háskólann í Leizpig, en Wilhelm Friedemann var einnig nemandi við Tómasarskólann í Leipzig þar sem hann lærði á fiðlu hjá Johann Gottlieb Graun!

Þessir tónleikar samanstanda af tveimur hljómsveitarverkum eftir Johann Gottlieb Graun þar sem náttúruhornin eru í forgrunni. Það gefast ekki mörg tækifæri til þess að heyra þessa hljóðfærasamsetningu með upprunalegum hljóðfærum á Íslandi! Hornkonsert Telemann í D-dúr er vinsælt verk, en það hefur þó ekki verið leikið á náttúruhorn á Íslandi fyrr en nú. Sem mótsetning við þykkan hljóm hljómsveitarverkanna hljóma tvö kammerverk þar sem fiðlurnar fá að njóta sín og hornin fá að hvíla sig! Þar eru á ferð ein óþekkt tríósónata eftir Wilhelm Friedemann Bach og hinn velþekkti konsert fyrir fjórar fiðlur án fylgibassa eftir Telemann.

Nánar um Barokkbandið Brák
Barokkbandið Brák er hópur ungs tónlistarfólks sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á barokktónlist, hefur sérhæft sig að hluta í þeirri tónlist erlendis og vill koma upprunaflutningi á framfæri á Íslandi. Langtímamarkmið Barokkbandsins er að taka þátt í uppbyggingu enn stærri barokksenu á Íslandi.

Barokkbandið Brák er hópur sem kemur fram í mismunandi hljóðfærasamsetningum, allt eftir efnisvali viðkomandi tónleika. Þannig heldur hópurinn stundum smærri kammertónleika eða stærri hljómsveitartónleika, en áhersla er einnig lögð á að blanda saman einleiksverkum, kammerverkum og hljómsveitarverkum á einum og sömu tónleikunum. Framtíðarmarkmið Barokkbandsins er að eiga virkt samstarf við aðrar listgreinar.

Fyrstu tónleikar Barokkbandsins eru þeir sem haldnir eru nú á Sumartónleikum í Skálholtskirkju.


Næsta vetur kemur Barokkbandið Brák fram í fyrsta skipti í Reykjavík, en þá verða settir upp óhefðbundnir tónleikar þar sem tónleikagestir verða hluti af leikmynd tónleikanna. Efnisskráin verður sett saman úr veraldlegum verkum frá barokktímanum með leikræna heild tónleikanna í huga. Söngverk verða í aðalhlutverki, tveir dansarar taka þátt, en einnig verða einleiks- og tvíleiksverk fléttuð inn í dagskrána.

Comments are closed.
Facebook
Instagram
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Skálholti, 801 Selfoss
​
sumartonleikar.skalholt[að]gmail.com
© COPYRIGHT 2019. ALL RIGHTS RESERVED. Design by Mos.
  • Sumartónleikar 2021
    • Staðartónskáld
    • Flytjendur
  • Um Sumartónleika
    • Um Sumartónleika
    • Listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Staðartónskáld
    • Hollvinafélag
    • Sumartónleikar 2020 >
      • Staðartónskáld
      • Flytjendur >
        • KIMI
        • Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
        • Aulos Ensemble
        • Minningardagskrá tileinkuð Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur
        • Cauda Collective
        • Bachelsi
        • Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar
        • Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir
      • Taka frá sæti
  • Styrktu hátíðina
  • English