3. ágúst 2018. Síðasta helgin okkar hjá Sumartónleikum í Skálholti 2018, verslunarmannahelgin, er að renna upp. Við höldum okkar stíl. Nordic Affect með gamla og nýja tónlist og Sólveig Thoroddsen og Sergio Coto Blanco gefa okkur kost á því að hverfa í huganum langt aftur í aldir, með renaissance tónlist fyrir hörpu og lútu. Sumarið er búið að vera heldur betur viðburðarríkt hér í Skálholti. Fimmtán viðburðir að baki. Fullt af góðu fólki er búið að koma hér við og gróska í vætutíðinni mikil.
Allt á fullu við undirbúning seinni tveggja tónleikahelganna hjá Sumartónleikunum. Að lokinni Skálholtshátíð komum við aftur með þrjár efnisskrár. Föstudagskvöldið 27. júlí klukkan 20 leika Vladimir Waltham sellóleikari og Brice Sailly á sembal franska barokktónlist. Brák og Corpo di Strumenti flytja svo klassíska tónlist og nokkrar perlur eftir Bach á laugardeginum 28. og sunnudag 29. júlí. Sjá nánar á dagskrá.
Lokahelgin verður svo um verslunarmannahelgina þar sem Nordic Affect, Sólveig Thoroddsen og Sergio Coto Blanco sjá um fjörið. Þá helgi verða líka þrjár efnisskrár í boði.
2018. Nú er dagskrá Sumartónleikanna að smella og við byrjum í næstu viku með Caput og Marco Fusi.
Marco Fusi hefur starfað með mörgum af frægustu tónlistarmönnum álfunnar á sviði nútímatónlistar. Hann hefur einnig endurvakið áhuga á viola d‘amore hljóðfærinu og frumflutt fyrir það ný verk. Fjögur ný verk fyrir viola d‘amore og rafhljóð eru meðal þess sem verður frumflutt í næstu viku í Skálholti. Marco Fusi hefur á ferli sínum m.a. frumflutt verk eftir Billone, Sciarrino, Eötvös, Cendo og Ferneyhough og komið fram með stjórnendunum Pierre Boulez og Lorin Maazel. Hann er tíður gestur leiðandi hópa í samtímatónlist s.s. Klangforum Wien, MusikFabrik, Meitar Ensemble, Mivos Quartet, Ensemble Linea, Interface (Frankfurt), Phoenix (Basel) and Handwerk (Köln).
Dagskrá Sumartónleika Skálholtskirkju 2017 er komin á heimasíðu Sumartónleikanna. Margir áhugaverðir tónleikar eru í boði. Staðartónskáld er María Huld Markan Sigfúsdóttir. Flytjendur í ár eru Hljómeyki, Nordic Affect, Gondwana singers, Camerata Öresund og kammerkórinn Cantoque. Barokkbandið Brák leikur á lokahelgi Sumartónleikanna, en semballinn verður þá einnig í stóru hlutverki. Tónleikar lokahelgarinnar eru tileinkaðir minningu Helgu Ingólfsdóttur stofnanda Sumartónleikanna. Sjá nánar dagskrá á heimasíðu.
Heimasíða Sumartónleikanna er í vinnslu.
Allt á fullu við undirbúning seinni tveggja tónleikahelganna hjá Sumartónleikunum. Að lokinni Skálholtshátíð komum við aftur með þrjár efnisskrár. Föstudagskvöldið 27. júlí klukkan 20 leika Vladimir Waltham sellóleikari og Brice Sailly á sembal franska barokktónlist. Brák og Corpo di Strumenti flytja svo klassíska tónlist og nokkrar perlur eftir Bach á laugardeginum 28. og sunnudag 29. júlí. Sjá nánar á dagskrá.
Lokahelgin verður svo um verslunarmannahelgina þar sem Nordic Affect, Sólveig Thoroddsen og Sergio Coto Blanco sjá um fjörið. Þá helgi verða líka þrjár efnisskrár í boði.
2018. Nú er dagskrá Sumartónleikanna að smella og við byrjum í næstu viku með Caput og Marco Fusi.
Marco Fusi hefur starfað með mörgum af frægustu tónlistarmönnum álfunnar á sviði nútímatónlistar. Hann hefur einnig endurvakið áhuga á viola d‘amore hljóðfærinu og frumflutt fyrir það ný verk. Fjögur ný verk fyrir viola d‘amore og rafhljóð eru meðal þess sem verður frumflutt í næstu viku í Skálholti. Marco Fusi hefur á ferli sínum m.a. frumflutt verk eftir Billone, Sciarrino, Eötvös, Cendo og Ferneyhough og komið fram með stjórnendunum Pierre Boulez og Lorin Maazel. Hann er tíður gestur leiðandi hópa í samtímatónlist s.s. Klangforum Wien, MusikFabrik, Meitar Ensemble, Mivos Quartet, Ensemble Linea, Interface (Frankfurt), Phoenix (Basel) and Handwerk (Köln).
Dagskrá Sumartónleika Skálholtskirkju 2017 er komin á heimasíðu Sumartónleikanna. Margir áhugaverðir tónleikar eru í boði. Staðartónskáld er María Huld Markan Sigfúsdóttir. Flytjendur í ár eru Hljómeyki, Nordic Affect, Gondwana singers, Camerata Öresund og kammerkórinn Cantoque. Barokkbandið Brák leikur á lokahelgi Sumartónleikanna, en semballinn verður þá einnig í stóru hlutverki. Tónleikar lokahelgarinnar eru tileinkaðir minningu Helgu Ingólfsdóttur stofnanda Sumartónleikanna. Sjá nánar dagskrá á heimasíðu.
Heimasíða Sumartónleikanna er í vinnslu.