Elsku, elskuSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari, lagasmiður og skáld fær að láni sjöttu einleikssvítu Bachs, heiðríka og bjarta, til að leika hana í Skálholtskirkju ásamt eigin lögum og ljóðum um ýmis skáldleg fyrirbæri úr raunheiminum svo sem væntumþykju, semballeikara, kampavínsturna og dúkkurúm. Á efnisskrá verða bæði gamlir slagarar og ný lög, sungnir við eigin sellóundirleik.
|