Elja
Kammersveitin Elja er skipuð ungu, íslensku tónlistarfólki sem eru flest vel á veg komin með að skapa sér sess sem einleikarar, hljómsveitarspilarar og við hljómsveitarstjórn. Hljómsveitin kynnti sig til leiks í íslensku tónlistarlífi í desember 2017 svo eftir var tekið og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrr á árinu sem flytjandi ársins (hópar) í flokknum sígildar og samtímatónlist. Margir meðlima Elju stunduðu saman nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands áður en þeir héldu í frekari háskólanám.
Markmið hljómsveitarinnar er að bjóða upp á kraftmikinn og lifandi tónlistarflutning með nánd við áhorfendur og mun hún takast á við allar þær stefnur og form sem hljóðfæraleikararnir leitast eftir að túlka. |