Eftir ólíkum leiðum Á tónleikum Elju verður andlega hliðin innan heims nútímatónlistar skoðuð. Á efnisskránni eru verk eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Dobrinku Tabakovu, Guðmund Stein Gunnarsson og Tatjönu Kozlova-Johannes. Verkin sem flutt verða eru ólík en gera hvert og eitt grein fyrir innri ró, hvert á sinn hátt.
Efnisskrá: Guðmundur Steinn Gunnarsson – Í skuggsjá vængja þinna (frumfl.) Tatjana Kozlova-Johannes – Lovesong (2010) Bára Gísladóttir – the worlds within our petty voids (2019) Dobrinka Tabakova – Such Different Paths (2007/2008) Bergrún Snæbjörnsdóttir – Skin in (2018) |