Cornetto - hljóðfæri mannsraddarinnarCornetto er ekki svo þekkt hljóðfæri í dag en á endurreisnar- og fyrri hluta barokktímans var það vinsælast af tréblásturs hljóðfærunum og var það mikið til vegna þess hversu það minnti á mannsröddina. Á tónleikunum mun danski cornetto og blokkflautuleikarinn Lene Langballe ásamt Láru Bryndísi Eggertsdóttur, orgel og semballeikara, flytja tónlist frá gullárum cornettosins verk tónskálda á borð við Frescobaldi, Fontana, Bassano og Dowland
|