Cantoque er nýstofnaður 8 radda barokk-sönghópur á Íslandi. Hann inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, barokks og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið ótvíræðar viðurkenningar fyrir söng sinn. Allir söngvarar hópsins eru virkir á konsertsviðinu auk þess sem þau syngja mikið saman við hverskyns tækifæri og eiga því auðvelt með að ná samhljómi, sem hæfir samstarfsaðilum þeirra í þessu fyrsta stóra verkefni hópsins.