Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason
Við hlökkum mikið til að taka á móti Cantoque Ensemble á Sumartónleikum í ár. Cantoque Ensemble syngur tvenna tónleika með íslenskri kórtónlist. Fyrri tónleikarnir: Aldasöngur og íslenskar gersemar verða með þjóðlegu sniði þar sem þjóðlagaútsetningar Hafliða Hallgrímssonar og Hjálmars H. Ragnarssonar veita ramma utan um aðrar íslenskar tónsmíðar fyrir kór sem sækja innblástur sinn í íslenskan þjóðararf. Miðpunktur tónleikanna er verk Jóns Nordal; Aldasöngur við texta Bjarna Jónssonar en verkið var einmitt samið fyrir Sumartónleika í Skálholti og fékk frumflutning sinn þar árið 1986. Í Tilefni að flutningi Aldasöngs eftir Jón Nordal hefur Cantoque Ensemble pantað tvö ný verk við önnur erindi úr ljóði Bjarni, Aldasöng. Verkin eru eftir Steinar Loga Helgason og Hafstein Þórólfsson og verða flutt á báðum tónleikum Cantoque.
Seinni tónleikarnir verða með trúarlegu sniði í anda kaþólskrar messu. Þá mun hljóma Missa Brevis eftir Hildigunni Rúnarsdóttur (sem samin var 1986, sama ár og Aldasöngur) í bland við íslensk maríulög, Aldasöng eftir Jón Nordal og nýjum verkum Steinars Loga og Hafsteins. Steinar Logi er einnig stjórnandi Cantoque á tónleikunum.
Föstudagur 3. júlí
20:00 - Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason: Aldasöngur og íslenskar gersemar
Laugardagur 4. júlí
13:15 - Tónleikaspjall: Cantoque Ensemble
14:00 - Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason: Áður í páfadóm - Trúarleg íslensk kórtónlist
Seinni tónleikarnir verða með trúarlegu sniði í anda kaþólskrar messu. Þá mun hljóma Missa Brevis eftir Hildigunni Rúnarsdóttur (sem samin var 1986, sama ár og Aldasöngur) í bland við íslensk maríulög, Aldasöng eftir Jón Nordal og nýjum verkum Steinars Loga og Hafsteins. Steinar Logi er einnig stjórnandi Cantoque á tónleikunum.
Föstudagur 3. júlí
20:00 - Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason: Aldasöngur og íslenskar gersemar
Laugardagur 4. júlí
13:15 - Tónleikaspjall: Cantoque Ensemble
14:00 - Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason: Áður í páfadóm - Trúarleg íslensk kórtónlist
Cantoque Ensemble
Cantoque Ensemble er 8 radda sönghópur sem inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið ótvíræðar viðurkenningar fyrir söng sinn. Cantoque Ensemble starfaði með barokk-hljómsveitunum Höör Barock og Camerata Öresund árið 2017 þar sem þau voru með tónleika á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð. Tónleikarnir hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2017. Árið 2018 hélt Cantoque Ensemble 4 tónleika með útsetningum á íslenskum þjóðlögum og einnig söng hann kantötur eftir J. S. Bach á Sumartónleikum í Skálholti, með Bachsveitinni í Skálholti undir stjórn hins rómaða barokkstjórnanda Andreas Spering. Á síðasta ári réðst hópurinn svo í það stórvirki að flytja Jóhannesarpassíu J. S. Bach ásamt Barokkbandinu Brák, undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Á næsta ári stendur til að fara í samstarf við barokksveitirnar Nylandia Ensemble frá Finnlandi og Camerata Öresund til að flytja dagskrána Nordisk Ekko á Sumartónleikum í Skálholti, Sorö snemmtónlistarhátíðinni og Dómkirkjunni í Helsingör í Danmörku og á BarokkiKuopio hátíðinni í Finnlandi, en þessu verkefni var frestað um ár vegna Covid-19.
|
Steinar Logi HelgasonSteinar Logi Helgason (f.1990) lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Nýja Tónlistarskólanum hjá Jónasi Sen og í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Önnu Þorgrímsdóttur. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og kláraði þar kirkjuorganistapróf og lauk síðar bakkalársgráðu úr Kirkjutónlistarbraut Listaháskóla íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði framhaldsnám í kirkjutónlist við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem Hans Davidsson var hans aðalkennari. Steinar hefur stjórnað fjölda kóra og starfað sem organisti, píanisti og stjórnandi á mörgum vígstöðum en Steinar stundar nú nám í kammersveitastjórnun í Konunglegu tónlistarakademíunni í Kaupmannahöfn. Steinar hefur áður unnið með Cantoque hópnum sem stjórnandi í Jóhannesarpassíu eftir J.S Bach með Cantoque og Barokkbandinu Brák.
|