Brice SAILLY, semballeikari.
Eftir nám hjá Elisabeth Joyé, nam Brice Sailly hjá Olivier Baumont, Blandine Rannou og Kenneth Weiss við Parísarkonservatóríið CNSMDP. Hann dýpkaði einnig þekkingu sína hjá listamönnum á borð við Pierre Hantaï, Skip Sempé et Fabio Bonizzoni. Hann kemur fram sem meðleikari í gamalli tónlist og er eftirsóttur leiðtogi meðal söngvara. Brice Sailly hefur leikið með Agnès Mellon og Dominique Visse og komið fram með Capriccio Stravagante (Skip Sempé), Pulcinella (Ophélie Gaillard), Il Seminario Musicale (Gérard Lesne), Les Paladins (Jérôme Correas), Musicall Humors (Julien Léonard), Arte Intime, Collegium Vocale de Gand (Philippe Herreweghe) og Stockholm Bach Society.
Hann er einnig opinn fyrir annars konar tónlistarnálgun og er meðlimur og stofnandi fransk íslenska tónlistarhópsins Süsser Trost og hefur unnið með raftónlistarmönnunum Murcof og Marion June. Brice Sailly er einnig virkur á sviði leikhústónlistar og frumflutti leikhústónverkið Dell'onesta dissumulazione, þar sem hann lék á Playel sambal sem var smíðaður eftir hugmyndum og fyrirmælum Wanda Landowska. Brice Sailly hefur komið fram sem einleikari í konsertum eftir J.-S. og C.-Ph.-E. Bach og Mozart og hefur haldið einleikstónleika á Festival de Saint-Riquier, Jeunes Talents Européens í Paris, Salle Gaveau, Cité de la Musique, Château de Versailles, í Lausanne, leikhúsinu Théâtre du Renard, í Musée des Beaux-Arts í Chartres, í Róm, Reykjavik og Tokyo. Hann hefur Certificat d’Aptitude gráðuna sem veitir réttindi til kennslu á öllum námsstigum í Frakklandi og kennir hann semballeik við CRR (Conservatoire à rayonnement régional) í Rueil-Malmaison skammt frá París. Hann kennir einnig úfærslu basso continuo (tölusetts bassa) við deild eldri tónlistar í CRR Konsveratóríiunu í Toulouse.
Eftir nám hjá Elisabeth Joyé, nam Brice Sailly hjá Olivier Baumont, Blandine Rannou og Kenneth Weiss við Parísarkonservatóríið CNSMDP. Hann dýpkaði einnig þekkingu sína hjá listamönnum á borð við Pierre Hantaï, Skip Sempé et Fabio Bonizzoni. Hann kemur fram sem meðleikari í gamalli tónlist og er eftirsóttur leiðtogi meðal söngvara. Brice Sailly hefur leikið með Agnès Mellon og Dominique Visse og komið fram með Capriccio Stravagante (Skip Sempé), Pulcinella (Ophélie Gaillard), Il Seminario Musicale (Gérard Lesne), Les Paladins (Jérôme Correas), Musicall Humors (Julien Léonard), Arte Intime, Collegium Vocale de Gand (Philippe Herreweghe) og Stockholm Bach Society.
Hann er einnig opinn fyrir annars konar tónlistarnálgun og er meðlimur og stofnandi fransk íslenska tónlistarhópsins Süsser Trost og hefur unnið með raftónlistarmönnunum Murcof og Marion June. Brice Sailly er einnig virkur á sviði leikhústónlistar og frumflutti leikhústónverkið Dell'onesta dissumulazione, þar sem hann lék á Playel sambal sem var smíðaður eftir hugmyndum og fyrirmælum Wanda Landowska. Brice Sailly hefur komið fram sem einleikari í konsertum eftir J.-S. og C.-Ph.-E. Bach og Mozart og hefur haldið einleikstónleika á Festival de Saint-Riquier, Jeunes Talents Européens í Paris, Salle Gaveau, Cité de la Musique, Château de Versailles, í Lausanne, leikhúsinu Théâtre du Renard, í Musée des Beaux-Arts í Chartres, í Róm, Reykjavik og Tokyo. Hann hefur Certificat d’Aptitude gráðuna sem veitir réttindi til kennslu á öllum námsstigum í Frakklandi og kennir hann semballeik við CRR (Conservatoire à rayonnement régional) í Rueil-Malmaison skammt frá París. Hann kennir einnig úfærslu basso continuo (tölusetts bassa) við deild eldri tónlistar í CRR Konsveratóríiunu í Toulouse.